Tillaga að aðalskipulagsbreytingu

Skipulags- og bygginganefnd samþykkti á fundi sínum 15. okt síðastliðinn að kynna verkefnislýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats fyrir tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Breytingin er fólgin í landnotkun innan þéttbýlis á Sauðárkróki vegna fyrirhugaðrar endurbyggingar Gönguskarðsárvirkjunar.

Gögn liggja frammi til kynningar á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hjá skipulags- og byggingafulltrúa í ráðhúsi sveitarfélagsins til 7. nóv en þá rennur út frestur til að skila inn ábendingum.

Frá þessu er sagt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Fleiri fréttir