Tiltektardagur á Blönduósi á morgun
Á heimasíðu Blönduóssbæjar er boðað til tiltektardags á morgun, uppstigningardag, og eru bæjarbúar og fyrirtæki hvött til að yfirfara nánasta umhverfi sitt og gera bragarbót þar sem þess er þörf. Gámasvæði bæjarins verður opið af þessu tilefni milli klukkan 13:00 og 17:00.
Til að byggja sig upp fyrir daginn ætla Hafa gaman ehf og Retro ehf að bjóða upp á „bröns“ eða dögurð í Félagsheimilinu á Blönduósi milli klukkan 11:00 og 13:00. Þar verður margs kyns góðgæti á borðum og kostar 2.500 krónur fyrir fullorðna og 1.250 fyrir 6-12 ára. Það má kynna sér nánar á Facebooksíðu Félagsheimilis Blönduóss.
Að tiltekt lokinni ætlar sveitarstjórn Blönduóssbæjar að grilla fyir bæjarbúa sem eru hvattir til að mæta við Félagsheimilið með góða skapið klukkan 18:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.