Tiltölulega rólegt hjá löggunni um síðustu helgi
Líkamsárás sem átti sér stað á Sauðárkróki var kærð til lögreglu sl. föstudag í upphafi Laufskálaréttarhelgar í Skagafirði. Einn var tekinn grunaður um ölvunarakstur og eitt fíkniefnamál kom til kasta lögreglunnar.
Þrátt fyrir þetta telst helgin tiltölulega róleg miðað við hversu mikið var um skemmtanir og fjölda gesta sem heimsóttu fjörðinn í tilefni réttarstemningarinnar sem hefur fest sig rækilega í sessi. Lögreglan var með öflugt umferðareftirlit út um allar sveitir og fjöldi bílstjóra þurfti að blása í áfengismæla hennar.
Margt manna sótti dansleik í reiðhöllinni sem fór vel fram en þar var lögreglan með fíkniefnaleitarhund en sá þefaði uppi einn sem hafði ólögleg vímuefni í fórum sínum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.