Tilvalið að draga fram skautana
Í mörgum geymslum leynast skautar sem tilvalið væri að draga fram nú, því besta skautasvell sem völ er á er að finna á Tjarnatjörninni neðan Sauðárkróks og ekki skemmir veðrið fyrir.
Einar Gíslason var staddur á svellinu um daginn og tók meðfylgjandi mynd og segir: „Meðan beðið er eftir snjónum í Tindastólnum er tilvalið að nota veðurblíðuna og skella sér á skauta.“