Tindastóll sækir Valsarana heim - sjónvarpað beint á Tindastól TV
Í kvöld kl. 19:15 ætla silfurdrengirnir í Tindastóli að gera strandhögg á Hlíðarenda og sækja öll þau stig sem í boði eru er þeir etja kappi við Valsmenn í Express-deild karla í körfubolta. Allir sunnlenskir Tindstælingar eru hvattir til að fjölmenna og hvetja sína menn til sigurs.
Valsmönnum hefur illa í vetur, og eru ennþá án stiga. Á Tindastóll.is segir að það þýðir þó ekki að þeir verði auðveld bráð, Valsmenn geta vel bitið frá sér eins og sást þegar þeir komu í Fjörðinn í fyrri umferðinni. Þá áttu Tindastólsstrákarnir fullt í fangi með Valsmennina og það var ekki fyrr en villuvandræði lykilmanna hjá Val fóru að segja til sín sem Tindastólsmenn sigu fram úr. En í kvöld er það skyldusigur ef liðið ætlar að vera með í úrslitakeppninni.
Stuðningsmenn Tindastóls eru beðnir að fjölmenna í íþróttahúsið í Hlíðarenda og hvetja strákana til dáða en þeir sem sjá sér ekki fært að mæta geta fylgst með leiknum í beinni útsendingu á Tindastól TV. Útsendingunni verður einnig varpað beint á Kaffi Krók, fyrir þá sem vilja horfa á leikinn í góðum félagsskap.