Tindastóll sigraði Dalvík/Reyni í úrslitaleiknum

Tindastólsmenn tryggðu sér í dag sigur í 3.deild karla þegar þeir lögðu sameinað lið Dalvíkur og Reynis Árskógsströnd 1-0 í úrslitaleik sem spilaður var á Ólafsfirði.

Það var tenniskempan Arnar Sigurðsson sem skoraði eina mark leiksins og tryggði Stólunum þannig sigurinn og gull um hálsinn. Til hamingju strákar!

Í leiknum um þriðja sætið sigraði Árborg lið KB 2-1 í leik á Selfossi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir