Tindastólsliðið tuskað til í Umhyggjuhöllinni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
11.05.2025
kl. 23.57
Tindastóll heimsótti lið Stjörnunnar í Garðabæinn í kvöld en þar fór fram annar leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Það varð fljótlega ljóst að Stjörnumenn voru einbeittari og ákafari og voru lengstum með yfirhöndina í leiknum. Aðeins einu stigi munaði þó í hálfleik en í síðari hálfleiknum fóru öll hjólin undan Stólarútunni. Er nokkuð ljóst að Benni þjálfari þarf að endurræsa hugbúnaðinn hjá sínum mönnum. Lokatölur 103-74 en staðan í einvíginu 1-1 og næsti leikur verður í Síkinu á miðvikudag.