Tíndu rusl í tilefni af degi jarðar

Duglegir nemendur í Blöndskóla. Mynd:Facebooksíða Blönduskóla.
Duglegir nemendur í Blöndskóla. Mynd:Facebooksíða Blönduskóla.

Dagur jarðar var víða haldinn hátíðlegur á sunnudaginn og af því tilefni skelltu margir sér út í náttúruna og tíndu upp rusl. Á Facebooksíðu Blönduskóla er sagt frá því að börnin í skólanum létu sitt ekki eftir liggja og á mánudaginn drifu nemendur nokkurra bekkja sig út í þeim tilgangi að leggja sitt af mörkum fyrir náttúruna og bæinn sinn. 

Nemendur 1. bekkjar fóru í gönguferð að fuglaskoðunarhúsinu við Blöndubyggð og tíndu rusl á leiðinni á meðan nemendur miðstigs dreifðu sér um næsta nágrenni skólans; um skólalóðina, Bæjartorgið og í Fagrahvamm og tíndu þar rusl. Eftir um hálftíma vinnu sameinuðust bekkirnir aftur við skólann og litu á afraksturinn og vakti athygli hve mikill hann var.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir