Tískustúlkan : Inga María
feykir.is
Skagafjörður
10.10.2008
kl. 17.00
Tískustúlkan 2008 verður krýnd 11. október næstkomandi. Feykir kynnti stelpurnar í sumar og nú næstu daga mun Feykir.is kynna stelpurnar 10 eina á dag. Það er Hulda Jónsdóttir á Sauðárkróki sem er eigandi og hugmyndasmiður keppninnar.
Inga María Baldursdóttir er 18 ára Sauðárkróksmær dóttir hjónanna Baldurs Baldurssonar, verkstjóra hjá Vörumiðlun, og Maríu Haraldsdóttur, rekstrarstjóra Þreksports.
Inga María er nemandi á þriðja ári Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, náttúrufræðibraut, náttúrufræðistíg. Inga María vinnur þetta sumarið við aðhlynningu á deild 2 Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki.