Tískustúlkan : Jenný Larson

Tískustúlkan 2008 verður krýnd 11. október næstkomandi. Feykir kynnti stelpurnar í sumar og nú næstu  daga mun Feykir.is kynna stelpurnar 10 eina á dag. Það er Hulda Jónsdóttir á Sauðárkróki sem er eigandi og hugmyndasmiður keppninnar.

Jenný Larson er 26 ára sænsk yngismær sem búsett hefur verið á Íslandi í sjö ár, þar af fjögur ár í Skagafirði.

Upphaflega var það íslenski hesturinn sem dró Jenný af æskuslóðunum í Lapplandi og fór hún að vinna við tamningar og fleira á Auðunarstöðum í Vestur Húnavatnssýslu. Þaðan fór hún í Hólaskóla þar sem hún lauk fyrsta ári hestabrautarinnar.

Jenný ílengdist í Skagafirði nánar tiltekið á Sauðárkróki þar sem hún býr ásamt sambýlismanni sínum Jóhanni Jónssyni, verkamanni hjá K-tak.

      

Fleiri fréttir