Tískustúlkan : Vala María

Tískustúlkan 2008 verður krýnd 11. október næstkomandi. Feykir kynnti stelpurnar í sumar og nú næstu  daga mun Feykir.is kynna stelpurnar 10 eina á dag. Það er Hulda Jónsdóttir á Sauðárkróki sem er eigandi og hugmyndasmiður keppninnar.

Vala María Kristjánsdóttir er 18 ára Sauðárkróksmær dóttir Rögnu Hrundar Hjartardóttur, endurskoðanda hjá KPMG og Kristjáns Birkis Jónssonar, framkvæmdastjóra Kraftbíla, Gúmmívinnslunnar og Ingvars Helgasonar á Akureyri.

Vala María mun í haust hefja fjórða árið á Náttúrufræðibraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en með skólanum og nú í sumar vinnur hún í Ólafshúsi.

         

Fleiri fréttir