Tíu mínútna standandi lófaklapp í lok frumsýningar
Óperan „Góðan daginn, frú forseti“ var frumsýnd laugardaginn 23. október í Grafarvogskirkju við frábærar undirtektir fjölmargra áhorfenda sem sóttu tónleikana. Óperan fjallar um líf og störf frú Vigdísar Finnbogadóttur og tóku þátt um 90 manns í uppfærslunni.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæ hafði sagt eftir sýninguna „Verkið var áhrifamikið og fékk höfundur, stjórnandi og flytjendur standandi lófatak í lok flutningar. Alexandra Chernyshova er afkastamikill og fjölhæfur listamaður, sem hlotið hefur ýmsar viðurkenningar bæði hér heima og erlendis. Það væri gaman að heyra meira af hennar verkum og vonandi verður óperan „Góðan daginn, frú forseti“ flutt aftur og þá í leikhúsi með sviðsmynd og öllu tilheyrandi.“
Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, afkomandi Hannesar Hafstein hafði þetta að segja eftir sýninguna „Alexandra Chernyshova frumsýndi í gærkvöldi óperu sína GÓÐAN DAGINN FRÚ FORSETI til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur okkar fyrirmynd og stolti í Grafarvogskirkju. Aðdáunarvert framtak Alexöndru sem er innflytjandi frá Úkraínu, en hefur auðgað íslenskt menningarlíf í þéttbýli og dreifbýli á undanförnum árum.”
/Fréttatilkynning