Tónleikar í Hólaneskirkju á Skagaströnd

Kirkjukór Hólaneskirkju. MYND AÐSEND
Kirkjukór Hólaneskirkju. MYND AÐSEND

Kirkjukór Hólaneskirkju heldur tónleika í Hólaneskirkju á Skagaströnd fimmtudagskvöldið 30. maí nk. og hefjast tónleikarnir kl. 20:00.

Hljómsveit hússins verður skipuð þeim -  Hugrúnu Sif Halldórsdóttur á flygil, Jóni Ólafi Sigurjónssyni á bassa og Valtý Sigurðssyni á trommum. Það var auðsótt leyfið sem Feykir fékk að vitna beint í Facebooksíðu hljómsveitarstjórans Hugrúnar þar sem hún segir orðrétt að „Jenný og Ragnheiður séu farnar að slípa raddböndin fyrir smá sóló, Valtýr fór í aðgerð á hendi til að geta sýnt ný trommusóló, Tóti er farinn að pússa þverflautuna fyrir tvö lög og ég er orðin svaka spennt,“ og veltir hún því svo fyrir sér í lokin hvort við ætlum ekki öll að mæta.  

 Dægurlög, sjómannalög og alls konar skemmtilegt á efnisskránni. 

Aðgangseyrir er 2500 kr. og þarf að borga með reiðufé. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir