Tónlistarviðburður á Hafgrímsstöðum
feykir.is
Skagafjörður
24.07.2014
kl. 13.47
Það fer að líða að lokum Júlí mánaðar og eins og vanalega þá ætlum við hér hjá Viking Rafting á Hafgrímsstöðum í Lýtingstaðarhrepp, að hafa lifandi tónlistarviðburð næstkomandi Laugardag eða þann 26. Júlí kl. 20:00.
Við fáum tónlistarmenn frá Reykjavík til að stíga á stokk og er aðgangur ókeypis. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að bjalla í okkur í síma 8238300. Vonumst til að sjá sem flesta!
/Fréttatilk.