Treg veiði víðast hvar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
25.08.2017
kl. 09.25
Enn er veiði almennt minni í húnvetnskum laxveiðiám en á sama tíma í fyrra og sömu sögu er að segja af flestum öðrum ám á landinu.
Miðfjarðará er sem fyrr í öðru sæti yfir aflahæstu árnar með 2668 laxa, þar af 282 í síðustu viku. Blanda hefur skilað 1390 löxum og er í fimmta sæti og Laxá á Ásum er með 790 laxa í ellefta sæti. Þar er veiðin orðin meiri en í fyrra þegar 620 laxar veiddust allt sumarið. Má að hluta til skýra það með því að nú er stangafjöldinn fjórar í stað tveggja í fyrra.
Í Víðidalsá er veiðin komin í 583 laxa, Vatnsdalsá er með 505 og aðrar með minna.