Trölli að hefja starfssemi

Flottir krakkar í unglingadeildinni Trölla. Mynd af FB síðu Trölla.
Flottir krakkar í unglingadeildinni Trölla. Mynd af FB síðu Trölla.

Unglingadeildin Trölli er að hefja störf aftur eftir sumarfrí en deildin er undirdeild Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit á Sauðárkróki og ætluð krökkum á aldrinum 15 - 18 ára. Þeir sem komnir eru í framhaldsskóla hafa einnig kost á að starfa með eldri deildinni samhliða unglingadeildarstarfinu.  

Á FB-síðu Skagfirðingasveitar segir að heilmikið sé brallað í félagsskapnum, m.a. æfingar sem haldnar eru einu sinni í viku, á þriðjudögum frá klukkan 19.30 auk þess að stundum er eitthvað gert um helgar, s.s. að síga eða farið í ferðir.

Þeir sem hafa áhuga á skemmtilegum félagsskap, hafa gaman af útivist, þrá ævintýri eða langar hreinlega að prófa eitthvað nýtt, eru hvattir til að mæta í Sveinsbúð, hús Björgunarsveitarinnar Borgarröst 1 á Sauðárkróki í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.30. Allir eru velkomnir, nýir félagar og gamlir, segir í tilkynningu Trölla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir