Túngata 10 á Hofsósi verði nýi leikskólinn
feykir.is
Skagafjörður
10.04.2017
kl. 08.28
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar tók fyrir, á síðasta fundi sínum, erindi frá foreldrum barna í leikskólanum Barnaborg á Hofsósi, þar sem lýst er áhyggjum af stöðu leikskólamála þar. Telur nefndin að búið sé að finna viðeigandi lausn til bráðabirgða á leikskólamálum á Hofsósi.
Fram kemur að búið sé að skoða húsnæðið að Túngötu 10 á Hofsósi og hentar húsnæðið fyrir leikskóla til bráðabirgða ef öll tilskilin leyfi fást. Byggðarráðið mun vinna áfram að verkefninu og hefur falið skipulags- og byggingafulltrúa að hefja grenndarkynningu og afla tilskilinna leyfa.
Hefur það hús verið notað sem íbúðarhús hingað til.