Tveir Hvatarpiltar valdir í 36 manna úrtak KSÍ

Húnahornið segir frá því að Hvöt eigi tvo leikmenn í 36 manna úrtaki KSÍ fyrir U17 í knattspyrnu karla sem kemur saman um næstu helgi í Reykjavík.

 Þetta eru þeir Hilmar Þór Kárason og Stefán Hafsteinsson. Þjálfarar liðsins eru þeir Lúkas Kostic og Kristinn R. Jónsson. Þeir eiga án efa eftir að standa sig vel og vera sér og félaginu til mikils sóma.

Fleiri fréttir