Tvö sveitarféllög sameinast um byggingar- og skipulagsfulltrúa
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
29.12.2017
kl. 10.38

Einar Kristján Jónsson sveitarstjóri Húnavatnshrepps og Þorgils Magnússon byggingar- og skipulagsfulltrúi takast í hendur eftir að gengið hafði verið frá samningi um samstarfið. Mynd: Blonduos.is
Blönduósbær og Húnavatnshreppur hafa tekið upp samstarf um byggingar- og skipulagsfulltrúa en Þorgils Magnússon, byggingarfræðingur, verður starfsmaður beggja sveitarfélaganna frá og með 1. janúar 2018. Á vef Blönduósbæjar kemur fram að starfsstöð hans verði á skrifstofum Blönduósbæjar og er íbúum Blönduóss og Húnavatnshrepps bent á að snúa sér til hans með erindi vegna byggingar- og skipulagsmála.
Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Húnavatnshrepps óskaði Þorgils til hamingju með starfið á skrifstofu Blönduósbæjar eftir að gengið hafði verið frá samningi um samstarfið.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.