Two Spirits Music gefa út jólalag í dag

Rakel Björk syngur Nú mega jólin. MYND: SAGA SIG
Rakel Björk syngur Nú mega jólin. MYND: SAGA SIG

Félagarnir í Two Spirits Music, Ólafur Heiðar Harðarson (Bassa og Möggu) og Héðinn Svavarsson, gefa út fjórða lagið sitt í dag en þar er um ræða jólalag sem þeir kalla Nú mega jólin. Þeir fengu söngkonuna Rakel Björk Björnsdóttir til að syngja lagið. 

Tvö lög þeirra félaga gerðu góða hluti á Vinsældarlista Rásar 2 í ár en þar var um að ræða lögin I've Been Waiting, sem sat tólf vikur á listanum, og Svo birti aftur til, sem var í ellefu vikur á listanum og komst efst í fjórða sætið.

Í frétt á Facebook-síðu Two Spirits Music segir um Rakel Björk: Það er óhætt að segja að hér sé á ferð ekki bara frábær söngkona, heldur einnig frábær leikkona, en hún hefur sl. misseri farið með stór hlutverk á fjölum Borgarleikshússins. Það var einmitt þar sem við spottuðum hæfileikana fyrst og við vorum endanlega sannfærðir að þetta væri rétta röddin á lagið, eftir að hafa hlustað á you-tube og víðar. En þegar við vorum orðnir sannfærðir (sem var strax), þá þurfti að sannfæra Rakel, en sem betur fer leyst henni vel á lagið frá byrjun og vildi koma í verkefnið með okkur. Við gætum ekki verið sáttari við útkomuna og vonandi líkar ykkur jafn vel og okkur. 

Hér má hlusta á Nú mega jólin >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir