Umhverfisátak á Skagaströnd

 Sveitastjórn Skagastrandar hefur falið sveitastjóra að taka saman lista yfir þær eignir einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélagsins þar sem útlit og umgengnismál séu aðfinnsluverð. Jafnframt var sveitastjóra á fundnum falið að koma með tillögur að leiðum til úrbóta.

Var ákvörðun þessi tekin í kjölfar þess að á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir í umhverfis- og umgengnismálum á Skagaströnd en þó er það mat sveitastjórnar að alltaf megi gera betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir