Umhverfisdagur FISK Seafood er laugardaginn 6. maí

Það er gaman að taka þátt í umhverfisdeginum. MYND: DAVÍÐ MÁR
Það er gaman að taka þátt í umhverfisdeginum. MYND: DAVÍÐ MÁR

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn á morgun, laugardaginn 6. maí, og verða hendur látnar standa fram úr ermum frá klukkan 10 og fram að hádegi en eftir það verður boðið upp á hressingu; fiskisúpu, grillaðar pylsur og fleira í húsnæði Fiskmarkaðar Sauðárkróks.

Á netsíðu FISK Seafood segir að umhverfisdagurinn sé samverustund fjölskyldunnar sem hefur það að markmiði að fegra nærumhverfið og um leið að styðja við íþróttafélögin í Skagafirði.

Í ár mun FISK Seafood greiða 12.000 kr. á hvern einstakling sem tekur þátt, inn á reikning þess aðildafélags/deildar sem þátttakandi óskar. Skráningu lauk þann 3. maí síðastliðinn.

„Frá upphafi umhverfisdagsins hefur hann stækkað ár frá ári en árið 2022 tókum við upp 8,7 tonn af rusli. Líkt og í fyrra þá verðum við með starfsstöðvar á Sauðárkróki, í Varmahlíð, á Hólum og á Hofsósi,“ segir á vef FISK Seafood. Allar upplýsingar um svæðin sem stefnt er á að fegra má finna í Sjónhorninu >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir