Umhverfismolar úr Húnaþingi vestra
Á heimasíðu Húnaþings vestra má finna nokkra umhverfismola frá Hirðu gámastöð sem gott er að hafa í huga þegar gengið er frá umbúðum utan af jólagjöfum og því rusli sem til fellur um áramótin þegar flugeldum er skotið á loft.
Þar kemur m.a. fram að allur jólapappír má fara í endurvinnslutunnuna en fólk er hvatt til að geyma það sem heilt er, eins og t.d. skrautborða og jólapappír og nota aftur á næsta ári.
Þá er fólk vinsamlega beðið um að hreinsa til það rusl sem eftir verður þegar flugeldum er skotið á loft en oft vill það brenna við að tómir flugeldakassar, spýtur og prik liggi á víð og dreif eftir áramótagleðskapinn. Rusl eftir flugelda á að flytja til Hirðu og er varað við því að henda leyfum af flugeldum í ruslatunnur, öryggisins vegna. Flugeldarusli á að skila beint í almennt sorp í Hirðu, þó ekki ósprungnum flugeldum sem fara í spilliefnagáminn (ekki gjaldtaka).
Einnig má finna í umhverfismolunum leiðbeiningar um hvernig farga á ljósaperum og rafhlöðum.
Opnunartími Hirðu næstu daga er eftirfarandi:
Fimmtudaginn 27. desember kl. 14:00-17:00.
Laugardaginn 29. desember kl. 11:00-15:00.
Fimmtudaginn 3. janúar kl. 14:00-17:00.