Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar

Frá verðlaunaafhendingunni. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.
Frá verðlaunaafhendingunni. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.

Á fjölsóttri Húnavökukvöldvöku sem haldin var í blíðskaparveðri Fagrahvammi sl. laugardagskvöld voru umhverfisverðlaun Blönduósbæjar veitt. 

Laufey Jóhannsdóttir og Einar Sigurður Axelsson fengu verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð á Húnabraut 16 á Blönduósi. Viðurkenningu fyrir hreint og snyrtilegt umhverfi hjá fyrirtæki hlaut Ámundakinn og var það Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri félagsins, sem veitti þeim viðtöku. Loks fékk bærinn Móberg verðlaun fyrir snyrtilegt bændabýli sem Bylgja Angantýsdóttir veitti viðtöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir