Umsóknarfrestur í Menningarsjóð Sparisjóðsins til 6. júní

Auglýst hefur verið eftir styrkumsóknum í Menningarsjóð Sparisjóðs Skagafjarðar en sjóðurinn mun úthluta styrkjum til menningarstarfs í byrjun júlímánaðar.

Umsóknir um styrki eiga að berast til Sparisjóðs Skagafjarðar, Ártorgi 1 á Sauðárkróki, merktar Menningarsjóður Sparisjóðs Skagafjarðar, fyrir föstudaginn 6. Júní 2014. Nauðsynlegt er að fram komi til hvaða starfsemi styrkurinn er ætlaður og með fylgi fjárhagsáætlun verkefnisins, segir í auglýsingu frá stjórn sjóðsins.

Fleiri fréttir