UMSS boðar stjórnarmenn og þjálfara á fræðslufund

Ungmennasamband Skagafjarðar boðar til fræðslufundar á morgun, 6. nóv. í Miðgarði kl. 18:00. Allir stjórnarmenn og þjálfarar aðildarfélaga UMSS hafa verið boðaðir á fundinn og eru hvattir til að mæta. Að sögn Thelmu Knútsdóttur, framkvæmdastjóra UMSS, verður aðaláhersla fundarins á nýjum siðareglum sambandsins og jákvæð samskipti. Þá verður UMSS viðurkennt sem fyrirmyndarhérað, annað í röðinni á landsvísu.

Dagskrá fundar:

1. Pálmar Ragnarsson - Jákvæð samskipti.
2. ÍSÍ - UMSS fyrirmyndarhérað ÍSÍ
VEITINGAR
3. Þorvaldur Gröndal – Kynning á Siðareglum UMSS.
4. Thelma Knútsdóttir – Kynning á nýrri Reglugerð um val á Íþróttamanni, liði og þjálfara Skagafjarðar og Hvatningarverðlaun UMSS.
5. Önnur mál.

Fundarstjóri Klara Helgadóttir, formaður UMSS

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir