Undanþága frá rannsókn um söfnun hauggas

Sveitarfélagið Skagafjörður fékk undanþágu á kröfu um söfnun hauggass á urðunarstaðnum á Skarðsmóum. Undanþágan byggðist m.a á því að áform eru að urða úrgang frá Sveitarfélaginu á nýjum urðunarstað við Sölvabakka. Verður sá staður tekin í notkun í nú á haustdögum.

 
Áður hafði beiðni borist frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga um að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í rannsóknarverkefni um hauggasmyndun og hugsanlega söfnun þess á urðunarstað Sveitarfélagsins á Skarðsmóum í samvinnu við Háskóla Íslands, verkfræðistofuna Eflu og Umhverfisstofnun. Átti sveitarfélagið að greiða hluta kostnaðar við verkefnið.

Mat Umhverfis- og samgöngunefndar er að um mjög líðið magn af gasi sé að ræða og því ekki ástæða til að taka þátt í verkefninu þar sem nýr urðunarstaður er nú í sjónmáli.

Fleiri fréttir