Unglingalandsmót að hefjast á Höfn

Sextánda Unglingalandsmót UMFÍ er nú hafið á Höfn í Hornafirði. Mótið er vímulaus skemmtun ungmenna með skemmtilegri íþróttakeppni, sem hefur fyrir löngu sannað sig sem vinsælasta útihátíðin fyrir unglinga, sem vilja skemmta sér án áfengis um verslunarmannahelgina, segir í frétt á síðu frjálsíþróttadeildar Tindastóls.

Í frjálsíþróttakeppni mótsins nú eru skráðir 516 keppendur, þar af þrjátíu Skagfirðingar, og verður fylgst með þeim á heimasíðu frjálsíþróttadeildarinnar.

Þess má geta, að á ULM2009 á Sauðárkróki voru 696 keppendur í frjálsíþróttakeppninni, og hafa aldrei verið fleiri á ULM. Á næsta ári kemur ULM svo haldið aftur á Sauðárkróki.

Úrslit keppninnar á ULM 2013 er að finna undir þessum tengli.

Fleiri fréttir