Ungur ökumaður á ofsahraða

Lögreglan á Sauðárkróki stöðvaði á dögunum ungan ökumann á ofsahraða á Skagfirðingabraut. Var ökumaðurinn  mældur á 105 km hraða en hámarkshraði á Skagfirðingabraut er 50 km/klst.

Má ökumaðurinn, sem er 18 ára, búast við hárri fjársekt sem og ökuleyfissviptingu í kjölfarið.

Fleiri fréttir