Unnið að vegastæði og bílaplani við Hrútey

Vinna er hafin við veg og bílastæði við Hrútey. Mynd: Húni.is
Vinna er hafin við veg og bílastæði við Hrútey. Mynd: Húni.is

Blönduósbær fékk nýlega úthlutað 32 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess verkefnis að koma gömlu Blöndubrúnni frá 1897 á sinn stað og gera hana að göngubrú út í Hrútey. Með þeirri framkvæmd batnar aðgengi að eynni samhliða því að elsta samgöngumannvirki á Íslandi verður varðveitt.

Hrútey er í eigu Blönduósbæjar og er hún mikil náttúruperla. Með bættu aðgengi gæti hún orðið að vinsælum og áhugaverðum ferðamannastað auk þess sem verkefnið mun auka öryggi ferðamanna, bæta aðgengi og stuðla að náttúruvernd.

Framkvæmdir eru nú hafnar við fyrsta áfanga verksins en auk þess að koma brúnni fyrir á sínum stað verður gert bílastæði og lagðir stígar við aðkomuna að brúnni. Á Húna.is var sagt frá því á dögunum að verið væri að ljúka uppgrefti úr vegastæðinu og planinu sem verður við eyjuna. Það er Ósverk ehf. sem sér um það verk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir