Upplýsingafundur Íslandspósts á Hvammstanga

Pósthúsið á Hvammstanga. MYND: HUNATHING.IS
Pósthúsið á Hvammstanga. MYND: HUNATHING.IS

Feykir sagði frá því fyrr í vetur að Íslandspóstur hefði tekið ákvörðun um lokun fimm pósthúsa á landsbyggðinni og fimm útibúa að auki. Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælti ákvörðun um að loka pósthúsinu á Hvammstanga en fá að öllum líkindum ekki snúið ákvörðuninni. Nú boðar Íslandspóstur til upplýsingafundar í Félagsheimilinu Hvammstanga mánudaginn 29. apríl kl. 17.

Þar munu fulltrúar Íslandspósts fara yfir breytt fyrirkomulag á þjónustu og hvað muni taka við eftir lokun pósthússins.

Fleiri fréttir