Upplýsingamiðstöð opnar á Blönduósi

Aðalgata 8 á Blönduósi. Mynd: Húni.is
Aðalgata 8 á Blönduósi. Mynd: Húni.is
Á morgun, sunnudaginn 15. apríl, verður Upplýsingamiðstöð Austur-Húnavatnssýslu opnuð á Blönduósi. Upplýsingamiðstöðin verður til húsa í Aðalgötu 8, í gamla bænum á Blönduósi, í sama húsnæði og verslanirnar Hitt og þetta handverk og Vötnin Angling Service sem fagna eins árs opnunarafmæli þennan dag.
 
Opið verður milli klukkan 13 og 16 og verða léttar veitingar á boðstólum. Allir eru velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir