Uppselt á Ronju ræningjadóttur

Mynd tekin á æfingu. Mynd: Gunnhildur Gísladóttir.
Mynd tekin á æfingu. Mynd: Gunnhildur Gísladóttir.

Uppselt er á allar þrjár sýningar Leikfélags Sauðárkróks á Ronju ræningjadóttur sem eftir eru en ekki reyndist unnt að bæta fleirum við vegna annarra verkefna leikara og starfsfólks, að sögn Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, formanns félagsins. Sýnt verður á morgun, miðvikudag og fimmtudag.

Sigurlaug Dóra segir aðsókn hafa verið góða en ýmsar Covid-takmarkanir sem hafa truflað sýningarplanið. Tvisvar hafi þurft að fella sýningar niður þar sem leikarar hafa varið í sóttkví og fjöldatakmarkanir verið vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. „Ég vil þakka öllum þeim sem komu á sýningar hjá okkur og biðjum hina afsökunar sem ekki fá miða en því miður getum við ekki bætt við fleiri sýningum. Mig langar að biðja miðaeigendur að heyra í okkur ef forföll verða þar sem við erum með nokkra á biðlista,“ segir formaðurinn. „Símanúmerið okkar er 8499434.“

Fleiri fréttir