Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Tindastóls
Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldin á Mælifelli í vikunni.
Það verða yngstu krakkarnir sem ríða á vaðið en þeirra hátíð verður kl. 17:00 á miðvikudag og er ætluð 7. - 5. flokks. Dagskrá verður til 19:00 og ætlar deildin að bjóða upp á pizzur.
Uppskeruhátíð 4. og 3. flokks verður á Mælifelli fimmtudaginn 16. október og hefst kl. 20:00. Boðið er uppá hlaðborð sem kostar kr. 1.500.-