Uppskeruhátíð meistaraflokks Hvatar
Knattspyrnudeild Hvatar hélt uppskeruhátíð meistaraflokks um s.l. helgina eftir að hafa lokið keppni í 2. deild en liðið endað í 5. sæti. Góð mæting var og snæddur var góður 3ja rétta máltíð áður en komið var að skemmtiatriðum og verðlaunaatriðum.
Skemmtiatriðin voru í umsjón Kára Kárasonar og meðlima meistaraflokks. Snilldaratriði litu dagsins ljós en svo kom að verðlaunaafhendingunni. Fyrst var útlendingunum afhent gjöf frá félaginu en svo var komið að prúðmennskuverðlaununum en þau hlutu þeir Hilmar Þór formaður fyrir það að vera eini stjórnarmaðurinn sem fékk rautt spjald í sumar. Því næst fékk Jens þjálfari sömu verðlaun fyrir að vera fyrirmynd annarra og fá næst flest spjöld í sumar en enginn komst þá nálægt Albin Biloglavic en hann fékk reyndar áritaðan „Fair play“ fána frá dómurum landsins en hann var eftirlæti þeirra í sumar.
Svo komu næstu verðlaun hver af öðrum, Mirnes Smajlovic var markakóngur sumarsins, Sveinbjörn Guðlaugsson sýndi mestu framfararnir, Egill Björnsson var valinn Hvatarfélaginn af leikmönnum, Hilmar Þór Kárason þótti efnilegastur og Aron Bjarnason þótti hafa staðið sig best allra í sumar og var valinn bestur leikmanna.
/hvotfc.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.