Úrslitin ráðast í Tískustúlkunni annað kvöld
Lokakvöld Tískustúlkunnar 2008 fer fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki annað kvöld. Hulda Jónsdóttir, hugmyndasmiður og aðstandandi keppninnar lofar glæsilegu og stjörnuprýddu lokakvöldi þar sem félagarnir, Haffi Haff, Sigfús Sigurðsson, silfurmaðurinn ógurlegi, að ógleymdum Erpi Eyvindarsyni og fyrrum herra Ísland Óla Geir, munu sitja í dómnefnd.
-VIð ætlum að opna húsið um hálf átta annað kvöld og síðan mun ég opna kvöldið tæpum klukkutíma síðar. Erpur, Haffi Haff og Panþers ætlar að syngja fyrir okkur milli atriða en stjörnur kvöldsins verða auðviðtað stelpurnar sjálfar, segir Hulda sem þeytist á milli staða í dag enda margir endar lausir kvöldið fyrir keppni. -Ég er reynslunni ríkari eftir að hafa gert þetta, þetta hefur verið erfitt og tímafrekt en ég held að eftir á verði framtakið vel þess virði, ekki spurning. Stelpurnar eru á stífum æfingum hjá henni Raggý sem kennir þeim framkomu og ganga æfingar vel og bera stelpurnar sig bæði fallega og vel.
Forsala aðgöngumiða er í Tískuhúsinu og Capello, í sama húsi og Þreksport. Miðaverð er krónur 3000 í forsölu en 4000 við innganginnn. Yngri en 18 ára mega koma á skemmtunina í fylgd með fullorðnum og þurfa að fara heim að skemmtun lokinni. Miðaverð fyrir yngri en 18 ára er krónur 1500.
Eftir skemmtunina verður síðan ball með Haffa Haff og Óla Geir og aldrei að vita nema einhverjir fleiri stökkvi inn í og taki lagið. Hægt verður að kaupa sig sérstaklega inn á ballið og kostar þá 2000 krónur inn.