Víða lokað vegna veðurs

Veðrið í morgun.
Veðrið í morgun.

Útlit er fyrir hið versta veður á Norðurlandi vestra í dag og á morgun og talsvert er um að fyrirtæki eða stofnanir hafi lokað.

Útibú Landsbankans á Sauðárkróki og á Skagaströnd lokuð í dag, þriðjudaginn 10. desember. Viðskiptavinum er bent á símann, 410 4000, og að sjálfsögðu viðeigandi netsíðu.

Þá hafði Róbert bakari samband við Feyki og tilkynnti að Sauðárkróksbakarí yrði lokað á morgun, miðvikudag, en bakaríið verður opið á meðan veður leyfir í dag með nýbakað bakkelsi.

Áður hefur verið sagt frá því hér á Feyki að skrifstofur sýslumanns á Blönduósi og á Sauðárkróki eru lokaðar í dag og þá eru allir skólar á Norðurlandi vestra lokaðir í dag og á morgun, miðvikudag, og sömuleiðis verða öll íþróttamannvirki lokuð. Ekkert ferðaveður er á Norðurlandi vestra og hefur vegum yfir Vatnsskarð og Þverárfjall verið lokað.

Þá má búast við því að dreifing á Sjónhorni og Feyki dragist um sólarhring eða svo en Sjónhornið verður þó komið á netið á réttum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir