Valdimar tekinn til starfa á Blönduósi

Valdimar O. Hermannsson tekur við lyklavöldum af Valgarði Hilmarssyni. Mynd: Blonduos.is
Valdimar O. Hermannsson tekur við lyklavöldum af Valgarði Hilmarssyni. Mynd: Blonduos.is

Valdimar O. Hermannsson tók við starfi sveitarstjóra Blönduósbæjar af Valgarði Hilmarssyni á fundi sveitarstjórnar sl. þriðjudag en Valgarður hefur gegnt starfinu frá því Arnar Þór Sævarsson lét af störfum þann 1. apríl sl. 

Valgarði voru færðar þakkir fyrir störf hans fyrir sveitarfélagið á liðinum árum en hann hefur setið í sveitarstjórnum í héraðinu í kringum 40 ár. Valdimar mætti svo til starfa á skrifstofu Blönduósbæjar í gær og varði hann fyrsta deginum í að heimsækja stofnanir og fyrirtæki á svæðinu að því er segir á vef Blönduósbæjar

Hinn nýi sveitarstjóri er markaðsfræðingur að mennt en hefur einnig lagt stund á fjölbreytt nám, m.a. í viðskiptafræðum, stjórnun, markmiðasetningu og leiðtogaþjálfun bæði hérlendis sem og í Evrópu, Japan og USA. Undanfarin tvö ár hefur hann starfað sjálfstætt, meðal annars sem verkefnastjóri, nú síðast fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir