Valdís vann símakosninguna

Birkir Blær Óðinsson úr Menntaskólanum á Akureyri stóð uppi sem sigurvegari í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var á Akranesi sl. laugardagskvöld. Á Rúv segir að Birkir Blær hafi heillað dómnefndina með flutningi sínum á laginu I put a spell on you eftir Screamin' Jay Hawkins.

En það var Skagfirðingurinn Valdís Valbjörnsdóttir sem vann símakosninguna með yfirburðum með túlkun sinni á laginu Stone Cold eftir Demi Lovato. Valdís keppti fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Feykir óskar Valdísi til hamingju með árangurinn en HÉR er hægt að heyra framlag Valdísar og horfa á keppnina í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir