Valið á milli hinna gáfuðu

Þrír Skagfirðingar hafa verið valdir út miklum fjölda tilnefninga í Útsvarslið Skagafjarðar fyrir veturinn 2010 -2011. Að þessu sinnu eru það þau Rúnar Birgir Gíslason, ráðgjafi hjá Skýrr, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, tómstundafræðingur, og Eyþór Árnason, leikari, ljóðskáld og sviðsstjóri, sem munu mynda lið Skagafjarðar.

Að sögn Áskels Heiðars hjá sveitarfélaginu Skagafirði var bent á fjölda Skagfirðinga en eftir töluverða yfirlegu hafi þau þrjú orðið fyrir valinu. Dregið verður í fyrstu umferð Útsvars í dag og ætti því að liggja fyrir fljótlega í næstu viku hvenær Skagafjörður mun keppa í Útsvari og það sem meira er á móti hverjum við munum lenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir