Vandræðaástand að skapast í sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu

Sex sjúkraflutningamenn í hlutastarfi hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi, hafa sagt upp störfum. Ástæðan er óánægja með kaup og kjör, segir á heimasíðu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Í bókun tvö í síðustu kjarasamningaviðræðum var sannmælst um að endurskoða störf og starfsumhverfi sjúkraflutningamanna, og átti þeirri vinnu að vera lokið fyrir áramót. Sú vinna hefur tafist í ráðuneytunum og virðist það hafa fyllt mælinn, segir á heimasíðunni.“

Í bókun tvö segir að þróun sjúkraflutninga og menntun stafsmanna hafi verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við þær kröfur sem mæta á í dag. „Því krefjumst við sjúkraflutningamenn að samið verði um réttindi, kaup og kjör til að tryggja örugga starfsrækslu heilbrigðisstofnana og að sjúkraflutningamenn í hlutastörfum njóti hliðstæðra kjara og réttinda sem og aðrir starfsmenn ríkisins. Með þessu er einnig vitnað í bókun 2 í kjarasamningi ríkisins við hlutastarfandi sjúkraflutningamenn,“ segir í ályktun sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands þar sem skorað er á velferðarráðuneytið og fjármálaráðuneytið að standa við þær efndir sem bókun 2 (í kjarasamningi ríkisins við hlutastarfandi sjúkraflutningamenn) stendur fyrir. Vilja þeir að samið verði hratt og örugglega við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) um nýjan kjarasamning.

Ályktunina má lesa HÉR

Tengdar Fréttir:

Sjúkraflutningamenn á Blönduósi segja upp störfum

 

Fleiri fréttir