Varmahlíðarskóli 50 ára á næsta ári

Varmahlíðarskóli. MYND SKAGAFJÖRÐUR
Varmahlíðarskóli. MYND SKAGAFJÖRÐUR

Á vef Skagafjarðar er sagt frá því að á næsta skólaári verður Varmahlíðarskóli 50 ára. Af því tilefni er áætlað að efna til afmælishátíðar.

Til stendur að setja upp sýningu með munum sem unnir hafa verið í skólanum í gegnum tíðina eins og smíða- og hannyrðagripum. Ef einhverjir eiga slíka gripi og/eða ljósmyndir sem sýna frá starfsemi skólans eða félagslífi er óskað eftir því að fá það að láni. Einnig er óskað eftir fyrrverandi nemendum og starfsfólki sem eru tilbúin að gefa kost á sér í viðtal um veru sína í skólanum.

Varmahlíðarskóli biðlar til fyrrverandi nemenda og starfsfólks sem hefur tök eða áhuga á að veita skólanum liðsinni. Áhugasamöm eru hvött til að hafa samband á varmahlidarskoli@varmahlidarskoli.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir