Varmahlíðarskóli áfram í úrslit Skólahreysti 2025

Lið Varmahlíðarskóla ásamt Línu íþróttakennara. MYND FACEBOOK
Lið Varmahlíðarskóla ásamt Línu íþróttakennara. MYND FACEBOOK

Varmahlíðarskóli tók á dögunum þátt í undankeppni Skólahreysti í riðli 1 á Akureyri. Liðið lenti í 2. sæti riðilsins með jafnmörg stig og sigurvegarar Grunnskóla Húnaþings vestra.

Nú er komið í ljós hvaða 4 skólar sem enduðu ekki í fyrsta sæti í sínum riðlum komast áfram á grundvelli besta árangurs úr þeirra hópi og taka þátt í 12 liða úrslitum sem fram fara í Reykjavík 24. maí nk. Er Varmahlíðarskóli þar á meðal – nú í 12. sinn og 9. árið í röð.

Það verða því tveir skólar af Norðurlandi vestra á meðal þeirra tólf skóla sem keppa til úrslita og er það magnaður árangur. 

Við óskum Varmahlíðarskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra innilega til hamingju með þennan árangur og óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis í úrslitunum. 

Fleiri fréttir