Varmahlíðarskóli sigraði í Skólahreysti

Varmahlíðarskóli var rétt í þessu að tryggja sér sigur í Norðurlandsriðli í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri og í öðru sæti varð Grunnskólinn austan Vatna. Varmahlíðarskóli fékk 57,5 stig í keppninni en Grunnskólinn austan Vatna 47. Í þriðja sæti varð Grunnskóli Fjallabyggðar með 38,5 stig.

Svo skemmtilega vill til að þetta er annað árið í röð sem þessir tveir skólar, Varmahlíðarskóli og Grunnskólinn austan Vatna, lenda í tveimur efstu sætunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir