Vatnsdalur.is formlega opnaður

Laugardaginn 21. mars síðastliðinn var aðalfundur félagsins Landnám Ingimundar Gamla haldinn í Klausturstofu á Þingeyrum.  Þar var meðal annars opnuð ný heimasíða félagsins,  www.vatnsdalur.is

Félagið er öllum opið og ekkert árgjald er í félaginu.  Stjórn félagsins vill endilega skora á alla þá sem eru áhugasamir um húnvetnska sögu og menningu að gerast félagsmenn.  Skráning í félagið er möguleg á hof@simnet.is eða peturjo@simnet.is

Helstu verkefni  félagsins Landnám Ingimundar Gamla

Í samræmi við markmið og tilgang félagsins kemur það að ýmsum verkefnum er snúa einkum að verndun og varðveislu minja í Húnaþingi, fræðslu og kynningu á sögu svæðisins og eflingu menningarferðaþjónustu. Þau helstu um þessar mundir eru.

  • Rannsóknir á minjastöðum. Í samstarfi við Fornleifavernd ríkisins og Minjavörð Norðurlands vestra hefur verið á liðnum árum unnið að því að kanna, aldursgreina og teikna upp minjastaði í Vatnsdal og þingi. Áhersla hefur verið á þá staði sem hafa verið sérstaklega friðlýstir.
  • Merking minja- og sögustaða. Unnið er að því að merkja upp og gera aðgengilegar minjar Vatnsdælasögu, en víða er að finna leifar af búsetu frá þeim tíma er sagan gerðist. Staðir sem hafa verið merktir eru: Jökulstaðir, Ljótunnarkinn, Hof, Faxabrandsstaðir, Þórdísarholt, Ingimundarhóll.
  • Útgáfa á sögukorti Vatnsdælasögu. Unnið er að útgáfu á korti þar sem minjastaðir Vatnsdælasögu verða merktir og atburðirnir dregnir fram í myndum. Stefnt er að útgáfu kortsins vorið 2009.
  • Sögusýningar. Félagið hyggst meðal annars standa fyrir sögusýningum þar sem lögð verður áherslu á sögu og menningu Húnaþings. Í fyrstu verður horft til Vatnsdælasögu og Þingeyra. Sumarið 2008 var sett upp sýning í Klausturstofunni á Þingeyrum um Þingeyrastað.
  • Rekstur Klausturstofu. Félagið hefur stutt við rekstur Klausturstofu á Þingeyrum. Þjónustuhúsið er í eigu og rekstri sóknarnefndar kirkjunar og er opið fyrir almenning yfir sumarmánuðina. Opnunin hefur verið styrkt af Samönguráðuneyti. Félagið setti þar upp sýningu um Þingeyrastað sumarið 2008.
  • Félagstarf. Félagið stendur að auki fyrir fjölbreyttu félagsstarfi. Ráðstefnum, sögugöngum, félagsfundum, sögukynningum og er tilbúið að vinna með ýmsum aðilum að rannsóknar og fræðastarfi og styðja við menningartengda ferðaþjónustu
  • Hægt er að fara beint inn á síðuna hér

Fleiri fréttir