Veðrið setur strik í reikninginn

Lognið á Sauðárkróki í gærkvöldi var í bókstaflegri merkingu lognið á undan storminum því nú er skollið á leiðindaveður í Skagafirði. Feyki hafa borist tilkynningar um að fjölskyldumessu og sunnudagaskóla hafi verið aflýst í Sauðárkrókskirkju, svo og aðventuhátíð sem vera átti á Hólum í Hjaltadal. Þá er Áskaffi lokað í dag vegna veðurs og ófærðar.

Fleiri fréttir