Veður versnar og öllu frestað - Kósýkvöld í kvöld?

Stílnum sem halda átti í Félagsmiðstöðinni á Sauðárkróki hefur verið frestað um viku og sömuleiðis fellur niður Félagsvist sem vera átti í kvöld á vegum Kvenfélags Hólahrepps.

Samkvæmt verstu spám, þó ekki þjóðhagsspám, er gert ráð fyrir snarvitlausu veðri í kvöld og því um að gera að byrgja sig upp af súkkulaði og rjóma, búa til kakó og hafa það kósý. Því það er kósýkvöld í kvöld!

Fleiri fréttir