Veðurklúbburinn á Dalbæ gerir ráð fyrir hvítum jólum

Þriðjudaginn 4. desember 2018 komu sjö spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ saman til fundar til að fara yfir spágildi nóvembermánaðar. Niðurstaðan var utan skekkjumarka þar sem veðrið var heldur verra en gert hafði verið ráð fyrir þar sem spámenn áttu ekki von á þeim hvelli sem kom í lok mánaðarins. Fundur hófst kl 13:55 og lauk kl 14:20.

„Nú kviknar nýtt tungl í desember í austri þann 7. desember kl 7:20 og það mun vera jólatungl. Við höfum tilfinningu fyrir því að það muni ganga á með éljum í desember og snjó taki ekki upp. Ekki er von á öðrum svona hvelli en gerum ráð fyrir hvítum jólum og áramótum en viljum þó hafa sem fæst orð um veðrið yfir hátíðirnar enda getur brugðið til beggja vona. 

Við óskum öllum gleðilegra jóla og nýárs og vonum að veðrið verði þannig að við getum öll glaðst með þeim sem við deilum hátíðunum og veðrinu með,“ segir í skeyti Veðurklúbbsins

Veðurvísa desember
Þó desember sé dimmur
þá dýrðleg á hann jól.
Með honum endar árið
og aftur hækkar sól.

Jólakveðja  frá Veðurklúbbnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir