Veðurklúbburinn á Dalbæ - hæglætis veður áfram út mánuðinn

Það má búast við fínu veðri út september eftir því sem spámenn Dalbæjar segja. Mynd: PF.
Það má búast við fínu veðri út september eftir því sem spámenn Dalbæjar segja. Mynd: PF.

Þriðjudaginn 4. september  komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skini að huga að veðurhorfum í septembermánuði. Fundurinn hófst kl. 13:10 og voru fundarmenn níu talsins. Farið var yfir sumarmánuðina og veðurfar þessa mánuði sem veðurklúbburinn var í frí frá spádómi og fundum – þó svo alltaf spái menn í veðrið.

Nýtt tungl kviknar sunnudaginn 9. september kl. 18:01 í vestri og er það sunnudagstungl.  Klúbbfélagar höfðu á tilfinningunni að það yrði  hæglætis veður áfram út mánuðinn og engar stórar breytingar. Það horfir vel til veðurs um göngur hér Norðanlands.

Það var ánægjulegt að koma saman aftur eftir sumarfrí og spjalla og eiga notalega stund. Fundi lauk síðan kl. 14:20

Veðurvísa mánaðarins

Í ágúst slá menn engið,
og börnin týna ber
Í september fer söngfugl
og sumardýrðin þver

/Veðurklúbburinn á Dalbæ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir