Vegaaðstoð Sjóvár í boði á Sauðárkróki og nágrenni
Sjóvá og FÍB hafa unnið að stækkun þjónustusvæðis Vegaaðstoðar á undanförnum mánuðum. Með stækkun þjónustusvæðisins er nú einnig hægt að notfæra sér þessa þjónustu á Sauðárkróki og nágrenni. Til suðurs nær svæðið að Halldórsstöðum, á Siglufjarðarvegi að Hólaafleggjara og á Þverárfjallsvegi að Illugastöðum.
Í þjónustunni felst aðstoð við að skipta um sprungið dekk, gefa start ef bíllinn er rafmagnslaus og ef svo óheppilega vill til að ökutækið verður bensínlaust, mætir Vegaaðstoðin með bensín á brúsa og er þá eingöngu greitt fyrir bensínið.
Það er rétt að benda á að viðskiptavinir Sjóvár í Stofni geta nýtt sér þessa þjónustu um allt land þar sem hún er ekki eingöngu í boði í eigin byggðarlagi. Sama símanúmer er fyrir Vegaaðstoðina um allt land.
Á vef Sjóvár er að finna nánari upplýsingar um Vegaaðstoðina, hvar hún er í boði, skilmála og fleiri gagnlegar upplýsingar. Einnig hefur verið sett upp rafrænt kort þar sem hægt er að skoða hvar þjónustan er í boði. Þá hefur verið settur upp sérstakur vefur með Vindakorti þar sem vindhraði sést á helstu fjallvegum landsins.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.